Andlát konu sem lést eftir magaminnkunaraðgerð rannsakað

Andlát konu á fertugsaldri sem lést fyrr á þessu ári á Landspítalanum eftir að hún undirgekkst magaminnkunaraðgerð hjá einkafyrirtækinu Gravitas er nú til rannsóknar hjá Embætti landlæknis. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Auðun Sigurðsson, læknir og eigandi fyrirtækisins Gravitas, segir í samtali við Fréttablaðið að konan hafi fengið þekkta hliðarverkun vegna aðgerðarinnar sem hafi síðan gengið til baka eftir meðferð. Hann segist jafnframt ekkert vita um málið annað en að konan hafi verið lögð inn á Landspítalann vegna aðgerðarinnar.

Auglýsing

„Því miður hef ég engar upplýsingar um þetta mál frá Landspítalanum. Hún fór í aðgerð í febrúar 2017 hjá okkur og fékk þekkta hliðarverkun sem virtist ganga til baka eftir meðferð,“ segir Auðun í skriflegu svari til Fréttablaðsins.

Hvorki forsvarsmenn Landspítalans né Embætti landlæknis vildu tjá sig um málið efnislega við Fréttablaðið en hjá Landlækni fengust þau svör að málið væri í rannsókn.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing