Mikilvægar upplýsingar mál Steven Avery í nýjum þætti

Meiri upplýsingar um mál Steven Avery eru væntanlegar í nýjum sjónvarpsþætti á sjónvarpsstöðinni Investigation Discovery. Heimildarþáttaröðin Making a Murderer, sem fjallar um mál hans, hefur slegið í gegn á Netflix.

Þáttaröðin fjallar um Steven Avery sem var sakfelldur árið 1985 fyrir nauðgun. Hann sat inni í 18 ár en var hreinsaður af þeim ásökunum árið 2003 eftir að lífsýni sýndu fram á sakleysi hans. Honum var í kjölfarið sleppt.

Hann ætlaði að sækja háar bætur til ríkisins en var svo árið 2005 sakfelldur fyrir morðið á ljósmyndaranum Teresa Halbach og afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm. Frændi hans, Brendan Dassey, var fundinn sekur um aðild að morðinu.

Þættirnir fjalla ítarlega um réttarhöldin og þykja sýna fram á ýmislegt misjafnt — til dæmis að lögreglumenn hafi komið sönnunargögnum gegn Avery fyrir á heimili hans.

Sjónvarpsþátturinn Investigation Discovery hefur tilkynnt að þátturinn Front Page: The Steven Avery Story tækli mikilvægar upplýsingar sem voru ekki teknar fyrir í þáttaröðinni á Netflix. Þátturinn verður sýndir síðar í mánuðinum.

„Miðað við það sem við höfum komist að í rannsókn okkar, þá mun þátturinn koma mikilvægum upplýsingum á framfæri sem svara ýmsum spurningum um málið,“ sagði Henry Schleiff, stjórnandi hjá Investigation Discovery, í tilkynningu.

Making a Murderer hafa vakið gríðarlega athygli og hafa tæplega 360 þúsund manns sett nafn sitt á undirskriftalista fólks sem berst fyrir því að mál hans verði tekið upp á ný og honum sleppt.

Auglýsing

læk

Instagram