Aretha Franklin lögð til hinstu hvílu í dag

Drottning sálartónlistarinnar Aretha Franklin verður jörðuð í heimaborg sinni, Detroit, í dag í Bandaríkjunum. Hún lést 76 ára að aldri þann 16. ágúst síðastliðinn eftir erfið veikindi.

Sjá einnig: Aretha Franklin látin

Útförin fer fram í Greater Grace Temple og verður um það bil sex klukkustunda löng. Búist er við mikilli tónlistarveislu en um 15 tónlistaratriði verða á dagskrá.

Þar á meðal flutningur frá Stevie Wonder, Chaka Khan, Faith Hill, Jennifer Holliday, Ariana Grande og Jennifer Hudson.

Einnig verða margar ræður fluttar en meðal ræðumanna verða Bill Clinton Bandaríkjaforseti, Smokey Robinson, Clive Davis og Tyler Perry.

Hægt er að horfa á útsendingu frá útförinni hér.

Margir hafa minnst söngkonunnar síðan hún lést, meðal annars verðir Englandsdrottningar sem spiluðu eitt af þekktari lögum söngkonunnar, „Respect“, fyrir utan Buckingham-höll í morgun

Auglýsing

læk

Instagram