Arnar Gunnlaugs keypti Keiluhöllina í Öskjuhlið mínútu fyrir uppboð, Mjölnir flytur inn um áramótin

Auglýsing

Hópur fjárfesta undir forystu Arnars Gunnlaugssonar hefur keypt húsnæðið sem hýsti áður Keiluhöllina í Öskjuhlíð. Bardagaklúbburinn Mjölnir stefnir á að flytja inn í húsnæðið um áramótin og framkvæmdir hefjast á morgun.

Bjóða átti húsið upp klukkan tíu í morgun en einni mínútu fyrir uppboð tókst fjárfestingahópi undir forystu Arnars Gunnlaugssonar að festa kaup á eigninni.

Jón Viðar Arnþórsson, forseti Mjölnis, segir í samtali við Nútímann að hópur fólks hafi verið mætt í Öskjuhlíð til að bjóða í eignina og það hafi ekki mátt tæpara standa, Arnar hafi hreinlega bjargað húsinu mínútu fyrir uppboð. Jón Viðar segir óvíst hvert framhald á húsnæðismálum Mjölnis hefði orðið ef húsið hefði verið boðið upp.

Tilkynnt var um flutninginn í Öskjuhlíð í lok nóvember á síðasta ári. Mjölnir er nú til húsa á Seljavegi, þar sem Loftkastalinn var áður og hefur verið þar í á fimmta ár. Nýja húsnæðið er stórt, salirnir sex auk þess sem útisvæði er við húsið.

Auglýsing

Jón Viðar segir að mikil töf hafi verið á verkefninu eftir að fjárfestar komu og fóru. „Það er lítið búið að sofa síðustu viku og mánuði. Þetta er búið að vera ógeðslega erfitt,“ segir hann. Mjölnir leigir húsið ásamt því að eiga möguleika á því að kaupa hlut í því.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Lax með karrý-kókos sósu

Instagram