Ástæðulaus ótti viðskiptavinar: Enn hægt að taka út 500 kall

Valmynd hraðbanka Íslandsbanka hefur verið uppfærð. Þegar kvikmyndagerðarmaðurinn og pistlahöfundurinn Hrafn Jónsson fór í hraðbanka í morgun sá hann ekki betur en að það væri búið að taka út möguleikann á því að taka út 500 krónur. Hrafn brást ókvæða við:

Nýjasta afsprengi efnahagshrunsins er sú óþolandi staðreynd að hraðbankar Íslandsbanka afgreiði ekki lengur út 500 króna seðla. Hvaða Zimbabweíska kjaftæði er þetta? Óðaverðbólga og geðveiki?! Tryggvi Þór hlýtur að geta svarað fyrir þetta.

Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka staðfestir að ótti Hrafns hafi verið ástæðulaus:

Við erum búin að vera uppfæra hraðbankanna og við það breytist valmyndin í þeim. Það er hægt að taka út 500 krónur með því að nota „velja upphæð“ og slá inn 500 krónur.

Þar höfum við það.

Auglýsing

læk

Instagram