Atli Rafn mun að öllu óbreyttu snúa aftur til starfa hjá Þjóðleikhúsinu

Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir í samtali við mbl.is að Atli Rafn Sigurðarson leikari muni að öllu óbreyttu snúa aftur til starfa hjá Þjóðleikhúsinu 20. ágúst næstkomandi. Atli Rafn er í launalausu leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna störfum í Borgarleikhúsinu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni vegna ásakana um kynferðislega áreitni.

Sjá einnig: Atli Rafn rekinn úr Borgarleikhúsinu eftir ásakanir í tengslum við #metoo-byltinguna

Auglýsing

Ari segist ekki vita sjálfur um hvað ásakanirnar á hendur Atla snúast og ætlar að kanna málið. „Mér ber skylda til þess að rannsaka málið og komast að sjálfstæðri niðurstöðu. Þangað til einhverjar upplýsingar berast mér er ég jafnupplýstur og hver annar, segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir í samtali við mbl.is.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing