Samfélagsmiðlahópurinn, Áttan, tekur þátt í Söngvakeppninni 2018 með lagið Hér með þér. Við gerð myndbands við lagið fengu þau 18 Íslendinga til þess að kyssast í fyrsta skipti og það fyrir framan myndavél. Hópurinn hefur sett saman skemmtilegt myndband sem sýnir gerð myndbandsins. Sjáðu myndbandið í spilaranum hér að neðan.
RÚV kynnti keppendur í Söngvakeppninni 2018 í sérstökum kynningarþætti síðasta föstudag en auk Áttunnar má sjá þau Aron Hannes, Þórunni Antoníu og Dag Sigurðsson á meðal þátttakenda í Söngvakeppninni í ár. Listann og upplýsingar á vef RÚV má sjá hér.
Fyrsti kossinn – bakvið tjöldin
Hér má sjá bakvið tjöldin við gerð á tónlistarmyndbandinu við lagið okkar Hér með þér, sem er okkar framlag í Söngvakeppnin ?Við fengum 18 Íslendinga til þess að kyssast í fyrsta skipti og það fyrir framan myndavél ?Útkoman er heldur betur skemmtileg ❗️Hugmynd byggð á FIRST KISS
Posted by Áttan Þættir on Fimmtudagur, 25. janúar 2018