Áttan sendir frá sér nýtt lag og kynnir til leiks þrjá nýja meðlimi

Auglýsing

Þau Hildur Sif Guðmundsdóttir, Sólborg Guðbrandsdóttir og Þórir Geir Guðmundsson eru nýir meðlimir í Áttunni og skipa þau hópinn Áttan SM. Þau sendu í dag frá sér nýtt lag sem ber nafnið Einn Séns. Horfðu á myndbandið hér að neðan.

Mikil eftirspurn var eftir starfi hjá Áttunni en yfir 200 manns sóttu um. Eftir langt og strangt umsóknarferli urðu Hildur, Sólborg og Þórir fyrir valinu.

Áttan er fyr­ir­tæki sem sérhæfir sig í því að koma ungu fólki á framfæri. Áttan SM er samfélagsmiðladeild fyrirtækisins en Áttan rekur einnig útvarpsstöð og vefmiðil.

„Það má búast við einhverju öðruvísi frá okkur, við viljum fá fjölbreytni og ég held að við munum koma því drullu vel frá okkur,” segir Þórir Geir á heimasíðu Áttunnar.

Horfðu á myndbandið við lagið Einn Séns hér að neðan

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram