Auglýsti fullan poka af vondu molunum úr Mackintosh-dollunni og setti gefins-hópinn á hliðina

Halldóra Birta Viðarsdóttir og Skúli, kærastinn hennar, vissu ekki hvað þau áttu að gera við vondu molana í Mackintosh-dollunni þannig að þau auglýstu þá í Gefins, allt gefins!-hópnum á Facebook. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og innan þriggja klukkutíma var búið að sækja pokann.

Hátt í 90 þúsund mans eru í Gefins, allt gefins!-hópnum á Facebook en eins og nafnið gefur til kynna er ekki rukkað fyrir það sem þar er auglýst. Þegar þetta er skrifað höfðu um 600 manns brugðist við þessari frumlegu gjöf Halldóru og athugasemdirnar voru ansi litríkar. Margir voru ósammála parinu um að molarnir væru slæmir á bragðið og tóku fullyrðinguna jafnvel nærri sér.

Auglýsing

Halldóra segir í samtali við Nútímann að viðbrögðin hafi komið sér skemmtilega á óvart. „Ég er búin að gefa nammið,“ segir hún.

Það var einn sem gerði sér ferð alla leið úr Hafnarfirði til að sækja. Ég bý í Árbænum og það eru mínus 9 gráður úti!

Hugmyndin að gefa molana kviknaði þegar Halldóra var að flokka þá frá góðu molunum. „Ég vissi svo ekkert hvað ég ætti að gera við þá þannig ég stakk upp á því við kæró að setja þetta á gefins síðuna,“ segir hún.

„Við hlógum að þessu og bjuggumst kannski við nokkrum lækum. Ég var sannfærð um að enginn myndi þora að stíga fram og viðurkenna þennan hræðilega smekk á nammi. Mér skjátlaðist heldur betur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing