Bað kærustunnar á réttarballi í Árnesi, vildi gera þetta fyrir framan sveitina sína

Auglýsing

Réttarballið í Árnesi tók óvænta beygju um helgina þegar Gestur Einarsson frá Hæli, stjórnandi Sportþáttarins á Suðurland FM, bað kærustuna sína, Rakel Þórarinsdóttur, um að giftast sér.

Gestur segir laufléttur í samtali við Nútímann að hann hafi ætlað að biðja um hönd Rakelar á KR-vellinum í sumar ef þeir yrðu Íslandsmeistarar — en bikarinn virðist ekki ætla að hafna í vesturbænum í ár.

Ég ákvað svo að gera þetta fyrir framan sveitina mína. Og hvar annars staðar en á réttaballi þar sem hún gat ekki sagt nei? Ég fékk hljómsveitina með í lið og tók einn söng en hún tók ekki einu sinni eftir því.

Gestur kallaði svo nafn hennar og hún fór til hans upp á svið.

„Hún átti von á því að ég væri að fara fá hana upp á svið til að syngja. Svo var hún svo hissa að hún tók ekki einu sinni eftir hópnum sem söng: „Segðu já, segðu já“.“

Auglýsing

Rakel sagði „já“ og ballgestirnir fögnuðu gríðarlega.

Gestur hafði kynnt Rakel fyrir föður sínum á réttarballinu fyrir ári síðan, sem samþykkti hana sem tengdadóttur umsvifalaust að sögn Gests. „Svo maður ákvað þetta núna, rétt fyrir ball,“ segir hann.

Morguninn eftir var Gestur svo snöggur að grípa símann og hringja í tengdamóður sína og segja henni tíðindin. „Ég vildi ekki að hún frétti þetta á Facebook. Ég baðst líka afsökunar á að hafa ekki beðið um blessun þeirra fyrr — þau búa á Húsavík.“

Það mætti svo segja að hann hafi beðið um hönd hennar tvisvar um helgina því daginn eftir í Tungnaréttum var honum skipað að fara aftur niður á hnén, þar sem hann var ekki viss um að myndir hafi náðst af fyrra bónorðinu.

„Þetta var soldið fyndið,“ segir Gestur laufléttur og ánægður með helgina.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram