Bændur svara spurningum um sauðburðinn í beinni á Twitter

Auglýsing

RÚV hyggst sýna frá sauðburði í fjárhúsunum á Syðri-Hofdölum í Skagafirði, hjá þeim Atla og Klöru í vikunni, eins og Nútíminn greindi frá í gær. Útsendingin hefst á hádegi fimmtudaginn 14. maí, uppstigningardag, og stendur til hádegis föstudaginn 15. maí.

Nú hyggst RÚV bæta um betur og fá bændur til að útskýra það sem fyrir augu ber á Twitter með því að svara spurningum notenda samfélagsmiðilsins.

RÚV sagði frá þessu á Twitter í gær.

Auglýsing

Sauðburðurinn verður þó ekki í beinni útsendingu á aðalrás RÚV heldur á RÚV.is og á hliðarrásinni RÚV 2.

Þá hyggst stofnunin vera í beinni á Twitter á reikningi sínum, @sjonvarpid, og hefur búið til kassamerkið #beintfráburði til að halda utan umræðurnar sem munu skapast.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram