Bardagakonan Sunna Tsunami glímir við meiðsli en nýtti tímann til að verða ástfangin

Sunna Rannveig Davíðsdóttir, atvinnumaður í MMA blönduðum bardagalistum, greindi frá því á Facebook síðu sinni í dag að hún glími við meiðsli á hendi. Það þýðir að hún berst ekki meira á þessu ári en reiknar með að koma fersk í búrið á nýju ári eftir góða hvíld.

Sunna fann fyrst til í hendinni í apríl þegar hún barðist við Mallory Martin, hún lét þó meiðslin ekki stoppa sig og keppti við Kelly D’Angelo í júlí og sigraði örugglega. Í þeim bardaga fann hún aftur fyrir meiðslunum og ákvað í kjölfarið að láta kanna hvað amaði að. Eftir fjölmargar heimsóknir til lækna kom í ljós að Sunna glímir við álagsmeiðsli í hendinni og ljóst var að hún þurfti að taka sér langt frí.

„Ég var búin að plana að keppa að minnsta kosti einu sinni í viðbót áður en árið væri á enda þannig að þessar fréttir voru voru hálfgert rothögg fyrir mig,“ segir Sunna í færslunni.

Sunna er öll að koma til og segir í færslunni að hugsanlega hafi meiðslin komið af ástæðu. „Ég þurfti frí og að safna orku. Í bataferlinu hefur margt jákvætt gerst,“ segir Sunna.

Ég leyfði mér að lifa aðeins lífinu og gera það sem venjulegt fólk gerir, hanga með vinum, verða ástfangin og verja tíma með dóttir minni og fjölskyldu.

Sunnu hefur þrátt fyrir meiðslin æft að kappi og stefnir á að mæta aftur í búrið strax á nýju ári.

Færslu Sunnu má sjá í heild hér að neðan

I guess it´s time to give an injury update?During my fight against Mallory Martin in April I hurt my hand. I wasn´t…

Posted by Sunna "Tsunami" Davidsdottir on Miðvikudagur, 4. október 2017

Auglýsing

læk

Instagram