Bauð í grillpartý EKKI orgíu á Grindr

Chris Bowman heldur árlega grillveislu á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí og ákvað að auglýsa hana á Grindr, stefnumótasmáforriti sem svipar til Tinder nema miðað að hinsegin fólki. Glöggur notandi setti auglýsinguna á Twitter þar sem hún sló í gegn.

„Af hverju halda allir að þetta sé orgía? Þetta er ekki orgía heldur grillveisla sem er opin öllum,“ segir í auglýsingu Bowman á Grindr. Þar kemur einnig fram að Bowman reyni að bjóða öllu fólki, konum, körlum, samkynhneigðum, tvíkynhneigðum, trans, það skipti ekki máli.

Glöggur notandi Twitter deildi auglýsingu Bowman og sló í gegn en rúmlega 160 þúsund manns líkuðu við tístið.

Bowman sendi notendum meira segja einkaskilaboð til að fullvissa þau um að þetta hafi verið alvöru boð.

 

Matthew Ibis Setzer var einn þeirra sem mætti í grillveisluna

Matthew býr í sama bæ og Bowman og í samtali við Buzzfeed sagðist hann hafi fengið boð í veisluna en ekki ætlað að mæta fyrst. Þegar hann hvað veislan fékk mikla athygli á Twitter ákvað hann að fara og athuga hvernig stemningin væri.

„Það var góð stemning, allir voru mjög jákvæðir og tóku vel á móti öllum. Þetta var áhugaverð blanda af fólki.“

Hann segir mikla fjölbreytni hafa verið í hópnum og mörg tungumál töluð en öllum hafi samið vel.

Matthew deildi nokkrum myndum úr veilsunni, meðal annars af veisluborðinu en sagði þessa mynd ekki sýna nægilega vel allt sem var í boði.

„Hann var með svo mikið af mat og allskonar tegundir. Það var bókstaflega allt í boði.“

Bowman sagðist í samtali við Buzzfeed halda þessa grillveilsu árlega til þess að fá allskonar fólk frá ólíkum stöðum saman til að læra um hvort annað og að þetta sé tækifæri hans til að gefa til baka til samfélagsins en Bowman er óvirkur alkóhólisti.

Jafnvel þó að grillveislan hafi verið auglýst svona vel í ár segir Bowman þetta hafa verið fámennustu veisluna hingað til.

„En allir skemmtu sér konunglega og það var markmiðið.“

Auglýsing

læk

Instagram