Beckham ánægður með dvölina á Íslandi: „Fallegt land, fallegt fólk”

Auglýsing

David Beckham hefur eytt síðustu dögum á ferðalagi um Ísland. Hann lenti hér á landi síðastliðinn miðvikudag og skellti sér í laxveiði í gær. Nú virðist sem Beckham sé farinn af landinu en hann þakkaði fyrir sig með kveðju á Instagram í morgun.

Sjá einnig: Beckham skellti sér í laxveiði: „Þeir duttu kannski úr leik á HM en ég elska Ísland”

Beckham kom til landsins með fjárfestinum Björgólfi Thor og kvikmyndaleikstjóranum Guy Ritchie.  Hann virðist hafa verið sáttur við dvölina og segir að ferðin hafi verið fullkomin í nýrri færslu á Instagram.

„Fallegt land, fallegt fólk, gestrisnin var sennilega sú besta sem við höfum fengið,“ segir Beckham.

Auglýsing

Þeir félagar ferðuðust um landið með þyrlu sem má sjá á myndunum sem Beckham deildi á Instagram. Það virðist hafa gengið vel hjá honum að veiða en hann birti nokkrar myndir af sér með fisk en myndirnar má sjá hér að neðan.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram