Breski Hollywood-leikarinn Benedict Cumberbatch eyddi áramótunum hér á landi. Hann nýtti tækifærið til að skjóta upp flugeldum eins og myndbandið hér fyrir ofan sýnir.
Sjá einnig: Benedict Cumberbatch djammar með Sigur Rós í Hörpu
Eins og Nútíminn greindi frá aðfaranótt gamlársdags þá mætti Benedict Cumberbatch galvaskur á lokatónleika Sigur Rósar á tónlistarhátíðinni Norður og niður í Hörpu. Hann er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar og mætti einnig í eftirpartíið en þar var einnig Hollywood-leikstjórinn Darren Aronofsky ásamt Andra Snæ Magnasyni.
Benedict hefur svo sést hér og þar í Reykjavík og mætti til dæmis í partí í Iðnó
Ég byrjaði árið á að spila Time of my life í Iðnó meðan Benedict Cumberbatch steig trylltan dans undir rignandi confettiinu.
Held ég fari ekkert út úr húsi það sem eftir er ársins, þetta er done.— Atli Viðar (@atli_vidar) January 1, 2018
Hvað boðar það ef fyrsti maðurinn sem maður sér á nýju ári er Benedict Cumberbatch?
— Ármann Jakobsson (@ArmannJa) January 1, 2018
Benedict var ekki eini Hollywood-leikarinn sem eyddi áramótunum hér á landi. Rubert Grint, sem er þekktastur fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum um ævintýri Harry Potter, var í Reykjavík um áramótin og snæddi kvöldverð á veitingastaðnum Kol, ásamt fríðu föruneyti.
Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta bara ?♀️
Loksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir ??? pic.twitter.com/q6IdyCz92S
— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018