Benedict Cumberbatch skaut upp flugeldum í Reykjavík, sjáðu myndbandið

Breski Hollywood-leikarinn Benedict Cumberbatch eyddi áramótunum hér á landi. Hann nýtti tækifærið til að skjóta upp flugeldum eins og myndbandið hér fyrir ofan sýnir.

Sjá einnig: Benedict Cumberbatch djammar með Sigur Rós í Hörpu

Auglýsing

Eins og Nútíminn greindi frá aðfaranótt gamlársdags þá mætti Benedict Cumberbatch galvaskur á lokatónleika Sigur Rósar á tónlistarhátíðinni Norður og niður í Hörpu. Hann er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar og mætti einnig í eftirpartíið en þar var einnig Hollywood-leikstjórinn Darren Aronofsky ásamt Andra Snæ Magnasyni.

Benedict hefur svo sést hér og þar í Reykjavík og mætti til dæmis í partí í Iðnó

Benedict var ekki eini Hollywood-leikarinn sem eyddi áramótunum hér á landi. Rubert Grint, sem er þekktastur fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum um ævintýri Harry Potter, var í Reykjavík um áramótin og snæddi kvöldverð á veitingastaðnum Kol, ásamt fríðu föruneyti.

Hér má sjá Benedict Cumberbatch skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing