Bíl var ekið upp Esjuna síðdegis í gær með þeim afleiðingum að hann festist. Það er vísir.is sem greinir frá þessu. Ekki hefur tekist að ná í eiganda bílsins en hann var skilinn eftir á fjallinu.
Maðurinn virðist hafa fest bílinn ofarlega í fjallinu en Björgunarsveitirnar munu fá það verðuga verkefni að losa bílinn og koma honum niður fjallið.
Lögreglan segist í samtali við Vísi.is aldrei hafa fengið verkefni sem þetta inn á borð til sín enda afar sjaldgæft að fólk reyni að aka upp á Esjuna. Lögreglan vonar að ekkert tjón hafi hlotist af akstrinum.