Auglýsing

Binni Glee náði loksins bílprófinu og ætlar að kaupa sér sjálfskiptan bíl: „Er ótrúlega glaður“

Binni Glee, ein skærasta Snapchat-stjarna landsins, hefur heldur betur ástæðu til að fagna því í morgun gerði hann sér lítið fyrir og náði bílprófinu.

Leið Binna að prófinu hefur verið þrautarganga en hann féll á verklega prófinu fyrir skemmstu. Tugþúsundir fylgjast með á Snapchat-reikningi Binna, sem lýsti yfir vonbrigðum sínum þegar honum tókst ekki að ná verklega prófun í fyrstu tilraun.

Binni lét það þó ekki á sig fá og fór öðru sinni í prófið í morgun og rúllaði því upp. Hann var að vonum ánægður þegar Nútíminn náði tali af honum. „Ég er búinn að vera mjög stressaður útaf þessu bílprófi og öllu því tengdu,“ segir hann.

En núna er ég ótrúlega glaður að hafa náð prófinu.

Binni, sem starfar á hárgreiðslustofu, er að pæla í að kaupa sér bíl en hann er staðráðinn í að hafa hann sjálfskiptan. „Ég á ekki bíl en er að pæla í að kaupa mér og þá sjálfskiptan því mér finnst ég öruggari þannig,“ segir Binni að lokum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing