today-is-a-good-day

Birgitta Haukdal flutt til Íslands

Söngkonan Birgitta Haukdal er flutt til Íslands á ný ásamt fjölskyldu sinni. Þetta tilkynnir hún á Facebook-síðu sinni um leið og hún sendir veðurfarinu hér á landi skýr skilaboð:

Ég er flutt aftur til Íslands og elska það, fyrir utan veðrið.

Birgitta fæst meðal annars við söngkennslu á Íslandi. Hún flutti til Barselóna í árið 2011 og samkvæmt viðtali í Fréttablaðinu stóð þá til að dvelja þar í tvö ár. Það er spurning hvort sólin hafi haft eitthvað með það að gera að þau dvöldu aðeins lengur en upprunalega var áætlað. Birgitta lærði spænsku í Barselóna en eiginmaður hennar, lögfræðingurinn Benedikt Einarsson, stundaði nám í viðskiptafræði.

Birgitta var þó allan tímann með annan fótinn hér á landi og keppti meðal annars í undankeppni Eurovision í fyrra með lagið Meðal andanna. Þau laut hún í lægra haldi fyrir Eyþóri Inga sem var fulltrúi Íslands með lagið Ég á líf.

Auglýsing

læk

Instagram