today-is-a-good-day

Björk og Sigur Rós vilja sjálfstætt Skotland

Björk Guðmundsdóttir hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði. Björk setti inn skilaboð á Facebook-síðu sína í dag þar sem hún vitnar í eigið lag, Declare Independence, og kemur Skotlandi fyrir í texta lagsins, sem var upprunlega ætlað að hvetja Grænlendinga og Færeyinga til að lýsa yfir sjálfstæði.

Kosið verður á morgun og samkvæmt skoðanakönnunm er ómögulegt að spá um hvort þeir sem vilja sjálfstæði eða þeir sem vilja áfram tilheura Breska konungsveldinu fari með sigur af hólmi.

Sigur Rós er einnig á listanum yfir listamenn sem hvetja skota til að lýsa yfir sjálfstæði. Þeir birtu þessa myndi þar sem þeir segjast tilheyra National Collective, sem er fylgjandi sjálfstæðu Skotlandi.

Auglýsing

læk

Instagram