Björk undirbýr „vönduðustu“ tónleika sína til þessa

Auglýsing

Björk mun koma fram á listahátíðinni The Shed í New York næsta vor. Þar mun hún flytja sýninguna Cornucopia en hún staðfesti þetta á Instagram þar sem hún segir að þetta verði hennar vönduðustu tónleikar til þessa.

Sjá einnig: Fræg eftirherma hermdi eftir Björk hjá Jimmy Fallon – Sjáðu myndbandið

„Ég er mjög spennt að tilkynna það að ég mun taka þátt í opnunarhátíð The Shed í Manhattan næsta vor. Í vetur mun ég undirbúa mína vönduðustu tónleika til þessa,“ segir hún.

Dagsetning tónleikanna verður tilkynnt von bráðar ásamt fleiri stöðum sem hún mun spila á.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram