Bjössi og Bjarni eru eins og Mick og Keith

Það kom mörgum á óvart þegar Björn Stefánsson, sem var einu sinni alltaf kallaður Bjössi í Mínus, stimplaði sig inn sem söngvara í Rolling Stones-heiðurssveitinni Stónes. Björn þykir líkur sjálfum Mick Jagger á hans yngri árum, bæði í útliti og töktum. Nýjar myndir af Stóns sýna líka að Bjarni er alls ekki ósvipaður Keith Richards og þeir félagar saman eru ákaflega glæsilegir Mick og Keith.

Heiðurssveitin Stóns kemur fram í Háskólabíói 4. október. Að auki koma að tónleikunum fjöldi þekktra listamanna, tónlistarfólk sem sameinast í brennandi áhuga á Rolling Stones.

Stóns skipa:

Björn Stefánsson (Mínus) – Söngur
Bjarni Magnús Sigurðarsson (Mínus) – Gítar
Birgir Ísleifur Gunnarsson (Motion Boys) – Píanó
Karl Daði Lúðvíksson (Lights on the Highway) – Bassi
Frosti Runólfsson (Legend) – Trommur

 

Auglýsing

læk

Instagram