Bjössi og Dísa í World Class halda Ungfrú Ísland á ný: „Snýst ekki bara um að vera fallegust“

Auglýsing

Ungfrú Ísland verður haldin á ný í ár. Fanney Ingvarsdóttir hefur umsjón með keppninni en hún var kjörin ungfrú Ísland árið 2010. Hún segir keppnina ekki eingöngu snúast um fegurð. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Ungfrú Ísland var hvorki haldin árið 2012 né í fyrra. Þau Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, kennd við World Class, keyptu keppnina í fyrra og verður hún haldin í Hörpu í ár.

Fanney segir í Fréttablaðinu ósanngjarna dómhörku einkenna umræðuna um fegurðarsamkeppnina hérlendis.

Fólk er fljótt að dæma og tala um eitthvað sem það kannski þekkir ekki endilega. Ég hef sjálf farið í gegnum þetta ferli, sé ekki eftir neinu, og sé alls ekkert slæmt við að taka þátt í svona keppnum.

Þá segir hún að keppnin í ár einblíni á undirbúning fyrir stóru keppnirnar, Miss World og Miss Universe ásamt góðgerðarstörfum.

Auglýsing

Fanney segir í Fréttablaðinu að keppnin snúist ekki eingöngu um fegurð. Margt annað skipti máli.

„Þetta snýst ekki bara um að vera fallegust,“ segir hún í Fréttablaðinu.

„Persónuleiki, útgeislun og hvort viðkomandi er fær um að höndla verkefnin sem koma til með að taka við. Að svo stöddu höfum við ekki sett niður neinar reglur um útlit.“

Engar undankeppnir verða, eins og tíðkast hefur, en skráning hefst í lok vikunnar. Stúlkur á aldrinum 18-24 ára geta skráð sig til leiks.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram