Auglýsing

Bláa lónið er peningavél, gestir greiða 16 milljónir í aðgangseyri á dag

Bláa lónið hagnaðist um 28,2 milljónir evra í fyrra eða um 3.150 milljóna króna á núverandi gengi. Þetta kemur fram í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins í dag.

Ótrúlegar upphæðir renna í gegnum Bláa lónið á hverjum degi og fyrirtækið er sannkölluð peningavél.

Hér eru helstu tölur úr umfjöllun Markaðarins

  • Í fyrra voru tekjur Bláa lónsins um 77,2 milljónir evra, eða um 10,3 milljarðar króna miðað við meðalgengi evru.
  • Tekjurnar jukust um 43 prósent milli ára.
  • Gestir Bláa lónsins í fyrra voru 1.122.000 og fjölgaði um 200 þúsund milli ára.
  • Í fyrra greiddu gestir Bláa lónsins um 16 milljónir króna að meðaltali á dag í aðgangseyri.
  • Bláa lónið seldi veitingar fyrir 18 milljónir evra í fyrra — 125 prósent meira en fyrir tveimur árum.
  • Eigið fé Bláa lónsins var 53,6 milljónir evra í lok síðasta árs.

????????????

Og framtíðin er björt í Bláa lóninu.

Í haust opnar fimm stjörnu hótel á svæðinu og verður það í hærri gæðaflokki en þekkist hér á landi. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins fyrr á árinu kom fram að öll þjónusta og að sex svítur verði á hótelin. Fjórar þeirra séu staðsettar á jarðhæð og hverri og einni fylgi einkalón.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing