Blöskraði verð á viðgerð og tók málin í sínar hendur: Lærði réttu handtökin á Youtube

Sigga Sólan tók málin í sínar hendur þegar glerið á tölvunni hennar brotnaði. Eftir að hafa fengið þau svör frá Epli að viðgerðin kostaði um 100 þúsund krónur kynnti hún sér málið og leysti verkefnið sjálf fyrir brot af kostnaðnum.

„Þetta var ekkert mál. Aðalmálið var að takast á við sjálfan sig — að þorfa að taka glerið af án þess að óttast að vera að klúðra einhverju,“ segir Sigga lauflétt í samtali við Nútímann.

Þegar hún komst að því hvað viðgerðin kostnaði horfði hún á kennslumyndband á Youtube og pantaði glerið á netinu. Glerið var komið til landsins innan þriggja daga.

Hún segist hafa verið um tvær mínútur að fjarlægja brotna glerið af tövunni og koma því nýja fyrir. Heildarkostnaðurinn var um 17 þúsund krónur og tölvan var sem ný á þremur dögum — en tölvan átti að vera í átta daga á verkstæði.

„Það er svo mikið af myndböndum á Youtube sem útskýra hvernig hlutirnir eru gerðir,“ segir Sigga og bætir við að aðalmálið hafi verið að finna rétta varahlutinn.

 

Auglýsing

læk

Instagram