Boeing þota snerist í vindhviðu og lenti á stigabíl

Boeing 757 þota frá Icelandair snerist í hvassri vindhviðu, þar sem hún stóð mannlaus á Keflavíkurflugvelli í nótt. Þotan lenti á mannlausum stigabíl. Engin slys urðu á fólki.

Flugvélin var mannlaus og ekkert starfsfólk var nálægt henni þegar óhappið varð. „Það urðu einhverjar skemmdir á vélinni en ekki er vitað hverjar þær eru. Vélin var tekin til skoðunar,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Rúv.

Auglýsing

Mikið óveður gengur nú yfir landið en búist er við að veðrið gangi að mestu niður á hádegi í dag.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing