Velska söngkonan söngkonan Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum 21.-24. júní. Jón Bjarni Steinsson hjá Secret Solstice staðfesti þetta í samtali við þá Frosta og Mána í Harmageddon í morgun.
„Hún á fullt af góðum lögum,“ segir Jón Bjarni í samtali við Harmageddon en þekktustu lög Bonnie Tyler eru að öllum líkindum lögin It’s a Heartache og Total Eclipse of the Heart. Af öðrum erlendum böndum sem hafa verið staðfest á hátíðina er kanadíski rokkdúettinn Death From Above.
Þetta verður í fimmta sinn sem Secret Solstice verður í haldin í Laugardalnum en hljómsveitirnar Foo Fighters og The Prodigy komu fram á hátíðinni í fyrra.