today-is-a-good-day

Bono spilar mögulega aldrei aftur á gítar

Hann er reyndar þekktari fyrir að munda hljóðnema en Bono, söngvari U2, segir að hann muni mögulega aldrei spila á gítar aftur eftir hjólreiðaslys sem hann lenti í á síðasta ári.

Í tilfinningaríkum skilaboðum til aðdáenda sinna á vef hljómsveitarinnar segir söngvarinn að batinn hafi verið erfiðari en hann bjóst við.

Þegar þetta er skrifað er óvíst hvort ég muni nokkurn tíma spila á gítar aftur. Hljómsveitin hefur þó minnt mig á það að hvorki þeir né vestrænt samfélag séu að reiða sig á að ég spili aftur á gítar.

Bono fór í aðgerð í New York eftir slysið en hann handleggsbrotnaði mjög illa. Hann man ekkert eftir slysinu sjálfu en segir að bein hafi staðið út úr leðurjakka sínum eftir það. „Mjög pönkuð meiðsli,“ sagði hann.

Bono hefur ákveðið að koma ekki fram opinberlega á fyrri hluta ársins og einbeita sér þess í stað að því að ná bata.

„Ég braut höndina mína, olnboga, öxl og andlit en það eina sem skaðaðist raunverulega var írska stoltið mitt þar sem það uppgvötaðist að undir íþróttafötunum mínum klæddist ég spandex hjólabuxum. Já, spandex. Það er ekki mikið rokk í því.“

Auglýsing

læk

Instagram