Hin árlega Kryddsíld er nú í beinni útsendingu á Stöð 2 á þessum síðasta degi ársins en þátturinn hefur verið fastur liður í áramótahefðum margra Íslendinga um áraraðir.
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna sitja fyrir svörum og fara yfir árið en það er þó ekki umræðan sem hefur vakið athygli þetta árið heldur borðskreytingar í salnum. Óhætt er að segja að salurinn minni meira blóðmabúð en veislusal.
Notendur á Twitter hafa látið í sér heyra undir myllumerkinu #kryddsíld og við ákváðum að taka saman nokkur góð tíst.
Næst á dagskrá er Kryddsíldin en hún verður sjónvörpuð frá lagerútsölu Garðheima#kryddsíld pic.twitter.com/MM2rdtE1YH
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) December 31, 2017
Hvenær verður fírað upp í þessu hlaðborði? #kryddsíld2017 pic.twitter.com/DkOrfjHdLE
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) December 31, 2017
Hvað er á borðum í #kryddsíld ?
Er þetta GRAS (Maríjúana)— $v1 (@SveinnKjarval) December 31, 2017
Skreytingameistarinn á Stöð2 er lesblindur og skreytti í samræmi við að það sé gróðæri #Kryddsíld pic.twitter.com/NPA7IzglPy
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) December 31, 2017
Ég elska blóm og tré og hélt það væru engin mörk á því hvað er hægt að hafa mikið af þeim. Hef komist að því að það er rangt. #kryddsíld
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 31, 2017
Stöð 2 gerir vel í að jafna út kolefnisfótspor sitt. #Kryddsíld #kryddsíld2017 pic.twitter.com/XcE77qgb7S
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) December 31, 2017
Garðálfar íslenskra stjórnmála í sínu náttúrulega umhverfi #kryddsild https://t.co/FbLvOwQX9b
— Vidar Thorsteinsson (@vidarvidarvidar) December 31, 2017
Eins gott að enginn er með gróðurofnæmi.. #Kryddsíld #kryddsíld2017 pic.twitter.com/Uq9R9h2D3x
— r.thor (@raggzilitli) December 31, 2017
Sá Marteinn Mosdal um borðskreytingarnar í #kryddsild ?
— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) December 31, 2017