Karlmaður var handtekinn um klukkan þrjú í nótt eftir að hann braust inn í hús í Bústaðahverfinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Húsráðandi vaknaði við læti í eldhúsi og fór að athuga málið. Þegar þangað var komið sá húsráðandi mann sem sat og gæddi sér á matarafgöngum kvöldsins.
Lögreglan var kölluð til og óboðni gesturinn handtekinn.