Brotist inn í vefmyndavél sem vaktar eins árs dreng í Reykjavík: Ókunnug rödd sagði: „Halló“

Brotist var inn í vefmyndavél sem vaktar eins árs dreng í Reykjavík á meðan hann lá í rúmi sínu. Foreldrar drengsins sögðu frá þessu í kvöldfréttum RÚV en komu ekki fram undir nafni.

Faðir drengsins lýsir þessu í fréttum RÚV þannig að hann sonur þeirra hafi vaknað upp grátandi og hann hafi farið inn til hans til að hugga hann. Hann lagði hann svo aftur í rúmið og ákvað að fylgjast með honum í gegnum myndavélina.

Auglýsing

Þegar drengurinn var að sofna heyrðist skyndilega ókunnug rödd frá tækinu segja: „Halló“ lágum rómi. Faðirinn sagði í frétt RÚV erfitt að segja um hvort sá sem talaði hafi verið íslenskur eða erlendur.

Hjónin keyptu myndavélina í Costco og völdu sjálf lykilorð til að tengjast henni í appi í gegnum þráðlaust net. Hægt er að taka upp mynd og hljóð með vélinni og í frétt RÚV kom fram að sá sem brýst inn geti gert það.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing