Bubbi tekur upp hanskann fyrir Halldór Laxness: „Skatturinn pönkast á erfingjum nóbelsskáldsins“

Auglýsing

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir að íslenska ríkið ætti að þakka fyrir sig og láta höfundarrétt Halldórs Laxness í friði. Hann segir alveg makalaust að skattayfirvöld séu að finna sér leið til að skattleggja höfundarréttinn tvöfalt. Þetta kemur fram að aðsendri grein Bubba í Morgunblaðinu í dag.

Forsaga málsins er sú að erfingar Halldórs hafa deilt við skattayfirvöld síðastliðin fjögur ár vegna skipta á dánarbúi hans. Eiginkona Halldórs, Auður Laxness, lést í október árið 2012 en þá sagði hún setið í óskiptu búi frá því að hann lést í febrúar 1998.

Eftir andlát hennar óskuðu erfingjarnir eftir því að ljúka eignaskiptum á búinu en sýslumaður hafnaði því þar sem það taldi að verðmæti höfundarrétar væri vanmetinn í erfðafjárskýrslu. Í skýrslunni var rétturinn metinn á hálfa milljón króna en matsmaður sem síðar var skipaður af sýslumanni til að meta verðmætið mat það á 28 milljónir króna.

Bubbi segir að íslenska þjóðin sé komin á sama stað og rétt fyrir bankahrunið. Hann segir að þeir ríkari verði ofsaríkir og þeir ofsaríku verði stjarnfræðilega ríkir. Panamakóngar hafi fengið boð frá Seðlabankanum um að koma heim með svart fé sitt og fjárfesta í eignum á hrakvirði og græða ævintýralega.

Auglýsing

„Og siðrofið heldur áfram. Meðan heilbrigðiskerfinu blæði og menntakerfið skrimtir er skatturinn að pönkast á erfingjum nóbelsskáldsins. Halldórs Laxness er alvöru verðmæti. Það sem hann skrifaði, það sem hann færð þjóð sinni, er svo stórt, svo mikilfenglegt að það verður ekki verðlagt,“ skrifar Bubbi.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram