Captain Marvel fær góða dóma

Fyrstu dómar um nýjustu Marvel-myndina, Captain Marvel, eru jákvæðir, samkvæmt vefsíðunni Rotten tomatoes, sem safnar saman gagnrýni frá ýmsum miðlum. Af 141 umfjöllun eru 84% jákvæðar.

Captain Marvel fjallar um nýja samnefnda hetju í Marvel heiminum, sem leikin er af Brie Larson. Myndin er sú nýjasta í Marvel seríunni og fylgir í kjölfar Avengers: Infinity War, sem kom út á síðasta ári. Hún þarf því að standa undir miklum væntingum og standast strangar kröfur, en svo virðist sem það ætli að ganga.

Sagan gerist árið 1995 og segir frá því hvernig persóna Larson, Carol Danvers, verður að Captain Marvel eftir að jörðin flækist í átök á milli geimvera frá öðrum vetrarbrautum. Myndin verður frumsýnd á Íslandi föstudaginn, 8. mars.

Auglýsing

læk

Instagram