Cascada kemur fram á Verzlóballi

Þýska danstónlistarsveitin Cascada kemur fram á Saffranballi Verzlunarskóla Íslands í Valshöllinni fimmtudaignn 19. maí. Um upphitun sjá Ágúst Bent, Aron Can og DJ Jay-O. Sjáðu sérstaka stiklu fyrir ballið hér fyrir neðan.

Cacada er gríðarlega farsæl hljómsveit og var stofnuð árið 2004. Hún er þekktust fyrir ofursmellina Everytime We Touch, What Hurts the Most og Evacuate the Dancefloor.

Cascada hefur selt fleiri en 30 milljón plötur um allan heim. Hljómsveitin tók þátt í Eurovision fyrir Þýskaland árið 2013 í Svíþjóð.

Miðasala fyrir nemendur í Verzló er hafin en miðasala fyrir aðra hefst á sunnudaginn klukkan 18. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram