Catalina Ncogo biðlar til íslenskra kvenna að láta sig í friði: „Íslenskar konur biðja mig um að vera umboðsmaður þeirra“

Catalina Ncogo, sem dæmd var í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang biðlar til íslenskra kvenna að láta sig í friði. Í orðsendingum sem Catalina birtir á Snapchat-reikningi sínum segir hún konur hér á landi óska eftir því að hún gerist umboðsmaður þeirra í vændi.

„Þetta er orðið þreytt, svo margar íslenskar konur að biðja mig um að vera umboðsmaður þeirra í kynlífsbransanum. Ég vil að þetta hætti,“ segir Catalina, sem hefur stundum verið nefnd Miðbaugsmaddaman en skilaboðin má sjá hér að neðan.

Vísir fjallaði um Catalinu á síðasta ári þar sem fram kom að hún auglýsti fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Þar ræddi hún opinskátt um „stelpurnar sínar“ og birtir myndir af stúlkum sem fylgjendur hennar gátu óskað eftir því að fá að hitta. Í umfjöllun Vísis var rætt við Snorra Birgisson, yfirmann mansalsteymis lögreglunnar. Hann sagði augljóst að um vændi væri að ræða. 

„Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta,“ sagði Snorri við Vísi.

Catalina birti einnig skilaboð frá konum sem vilja fá hana með sér í lið…

Auglýsing

læk

Instagram