today-is-a-good-day

#Cheesed er nýjasta internetæðið

Furðuleg æði á internetinu eru að verða eins fastur liður í tilverunni eins og rok á Íslandi, en um leið verða þau sífellt furðulegri. Það nýjasta er að henda sneiðum af klístruðum, amerískum osti í andlitið á litlum börnum, taka það upp og birta það á samfélagsmiðlum til að fá „like“. Grínið er svo merkt með myllumerkinu #cheesed.

Samkvæmt NBC New York var það Twitter-notandinn @unclehxlmes sem kom æðinu af stað, en hann hefur síðan eytt tístinu.

Viðbrögð barnanna eru misjöfn, yfirleitt skilja þau ekki hvers vegna foreldri þeirra dettur í hug að gera svona hluti, á meðan öðrum þykir þetta skemmtilegt eða girnilegt.

Sumir kjósa að breyta út af forminu og setja frekar ost í fésið á vinum, mökum eða hundum, en þeir síðastnefndu taka yfirleitt mjög vel í þetta sprell.

Sérfræðingur í réttindum barna sem NBC New York ræddi við segir að þetta flokkist ekki sem slæm meðferð á börnum, en að þetta geti valdið þeim óþægindum, sem sé varla þess virði að fá „like“ á samfélagsmiðlum.

Fyrirsætan Chrissy Teigen tjáði sig um athæfið á Twitter og sagði að hún kynni að meta hrekki eins vel og hver annar, en að hún gæti ekki fengið sig til að fleygja osti framan í krúttlega, grandalausa barnið sitt, sem leggi allt traust sitt á sig.

View this post on Instagram

Does this make me a bad father? #cheesed

A post shared by Jared Wedel (@jwedel1777) on

Auglýsing

læk

Instagram