Hinn litríki og umdeildi írski bardagakappi Conor McGregor er hættur við endurkomu sína í hringinn á vegum UFC. Hann ætlar þess í stað að bjóða sig fram til forseta Írlands árið 2025. Frá þessu greina erlendir miðlar en sjálfur hefur McGregor greint frá þessari ákvörðun sinni á samfélagsmiðlinum X.
„Ég er með öll svörin sem almennir borgarar á Írlandi sækjast eftir frá þjófum hins vinnandi manns,“ segir McGregor í færslu sinni á X.
As President I hold the power to summon the Dáil as well as dissolve it. So as i said before, I would have all the answers the people of Ireland seek from these thieves of the working man, these disrupters of the family unit, these destructors of small businesses, and on and on…
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) September 5, 2024
Vill leysa upp þingið og boða til kosninga
Þá segist bardagakappinn umdeildi ætla að leysa upp írska þingið sem kallað er „Dáil“ og með því boða til nýrra kosninga í landinu. Á hinu írska þingi sitja átta flokkar eins og staðan er í dag. Þetta með að leysa upp þingið hefur vakið hvað mesta athygli í Írlandi en í yfirlýsingu McGregor segir hann bókstaflega ætla að nýta forsetavald sitt til þess að gera nákvæmlega það.
Hann virðist hafa kynnt sér stjórnarskrá Írlands og völd þau sem forseti landsins hefur, þó svo að hann sé ekki mikið frábrugðinn forseta Íslands hvað varðar skyldur og störf.
Sérfræðingur í „fjaðrafoki“
McGregor vill nýta forsetavaldið til að „kalla saman Dáil“ og jafnvel „leysa það upp,“ ef hann telur að „fólk Írlands“ fái ekki svör við spurningum sínum. Hann sakar sitjandi stjórnmálamenn um að vera „þjófar hins vinnandi manns“ og að þeir rýri lífskjör fjölskyldna og smáfyrirtækja – í orðum sem hafa sterkan popúlískan blæ.
Það er áhugavert að skoða hvort slíkar yfirlýsingar séu raunhæfar innan pólitísks ramma írsku stjórnarskrárinnar. Forsetinn á Írlandi hefur takmarkað vald, aðallega táknrænt líkt og á Íslandi, en getur vissulega leyst upp Dáil, þó það sé nær alltaf gert að beiðni Taoiseach (forsætisráðherra). Að forseti framkvæmi þetta einhliða án stjórnmálaráðgjafar myndi valda miklu fjaðrafoki í Írlandi – eitthvað sem McGregor er með doktorsgráðu í.