Costco skoðar íslenskt verðlag

Eins og fjölmiðlar greindu frá í sumar vinnur bandaríski verslunarrisinn Costco að því að opna verslun hér á landi. Costco horfir til að opna í Kauptúni í Garðabæ en full­trú­ar frá fyrirtækinu funduðu með bæj­ar­yf­ir­völd­um þar í bæ í sumar um að opna versl­un á svæðinu.

Guðmund­ur Ingvi Sig­urðsson, hæsta­rétt­ar­lögmaður á Lex, er lögmaður fyr­ir­tæk­is­ins hér á landi. Hann segir að ýmsu að hyggja og að Costco flýti sér hægt:

Costco er að vega og meta markaðinn og hvað vörur þeirra kæmu til með að kosta hér á landi.

Óvíst er hvenær Costco opnar hér á landi en um 20 manns eru í fullri vinnu vestanhafs að und­ir­búa komuna til viðbót­ar við þá sem verslunarrisinn starfar með hér á landi.

Eins og Nútíminn greindi frá á dögunum safnar Costco upplýsingum um viðskiptavini sína en íslensk persónuverndarlög koma ekki í veg fyrir það.

Costco er næst­stærsta smá­sölu­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna og selur allt frá matvöru til dekkja, áfengis og lyfja.

Auglýsing

læk

Instagram