Dagur B. Eggertsson hlutgerður á bandarískum vefmiðli: „Ekki bara risatittlingur og fallegt andlit“

Bandaríski vefmiðillinn Wonkette hefur birt ansi sérstaka umfjöllun um Dag B. Eggertsson, borgarstjóra Reykjavíkur. Umfjöllunin fjallar um kynþokka Dags fer ansi rækilega yfir strikið.

„Gáfaður og myndarlegur,“ segir í umfjölluninni eftir að fjallað hefur verið um menntun Dags en hann er með embættispróf í læknisfræði frá Háskóla Íslands og meistarapróf í mannréttindum og alþjóðalögum frá Háskólanum í Lundi.

Birtar eru myndir af Degi með og án skeggs, fjallað örlítið um fjölskyldu hans áður en blaðamaðurinn Evan Hurst fer rækilega yfir strikið og birtir mynd af Degi sem hann segir sýna hvernig hann „fyllir upp í buxurnar sínar“.

En hann er ekki bara risatittlingur, fallegt andlit, fjölmargar prófgráður og konungur heillar borgar. Hann spilar líka borðspil.

Mynd af Degi í skák er svo birt fyrir neðan þessar svakalegu fullyrðingar.

Þá eru fjölmargar myndir af Degi birtar, meðal annars í pontu í borgarstjórn Reykjavíkur, á fundum, á jólaballi með börnum ásamt mynd þar sem hann heldur á syni sínum í annarri og jólatré í hinni.

Umfjöllunin endar svo á því að blaðamaðurinn fullyrðir að mjólkurhristingur Dags lokki alla drengina og stúlkurnar í garðinn.

Auglýsing

læk

Instagram