Dagur betrumbætir texta úr íslenskum lögum: „Glyðrur gefa nafni mínu gaum, Guð’ sé lof”

Auglýsing

Rithöfundurinn Dagur Hjartarson er sniðugur á Twitter. Hann hefur áður vakið athygli á samfélagsmiðlinum meðal annars fyrir lygasögur um íslenska landsliðsmenn. Nýjasta uppátæki hans hefur vakið miklar vinsældir hjá notendum Twitter en Dagur hefur verið að breyta textum úr þekktum íslenskum lögum.

Dagur hefur breytt textum laganna Já ég veit eftir Herra Hnetusmjör, Fingur eftir Írafár og OMG eftir Birni, Flóna og Joey Christ.

Nýir textar Dags eru alveg lausir við ensku slettur og eru í töluvert hefðbundnari ljóðastíl.

Auglýsing

Einn notandi benti Degi á að texti hans við lagið Fingur með Írafár passaði ekki alveg við lagið sjálft. Dagur var með svör við því.

„Hmm kannski því önnur útgáfan er háttbundin og heiðrar íslenska hefð og sögu (gott) en hina skortir stuðlasetningu og hátíðleika (mjög slæmt!),” skrifar hann.

Við lagið OMG kom dagur með tvær hugmyndir og hvernig væri hægt að betrumbæta texta lagsins sem hefur verið gagnrýndur áður.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Kjúklingur í karrý

Sænsk möndlukaka

Sænsk möndlukaka

Instagram