Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins fagnar sjötugsafmæli sínu í dag, af því tilefni mætti hann í útvarpsviðtal á K100. Þar kom meðal annars fram að hann hyggist ekki láta af störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins á þessum tímamótum.
Forverar hans á ritstjórastóli Morgunblaðsins, þeir Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson, hættu báðir þegar þeir urðu 70 ára og því höfðu margir velt því fyrir sér hvort Davíð myndi, í ljósi þessara tímamóta, hætta. „Nú er ég sjötugur og Mogginn 105 ára. Ekki hætti hann þegar hann var sjötugur,“ sagði Davíð.
Davíð fór um víðan völl í viðtalinu og ræddi meðal annars tíma sinn sem borgarstjóri Reykjavíkur og vináttu sína við Bill Clinton.
Margir hafa tjáð sig um Davíð á Twitter í dag í tilefni dagsins
Davíð Oddsson er 70 ára í dag umdeildasti stjórnmála maður sögunnar síðan Jónas frá Hriflu var og hét til hamingju með daginn Davíð Oddsson
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) January 17, 2018
https://twitter.com/Sveinn_A/status/953559955256299520
Áhrifamesti stjórnmálamaður Íslandssögunnar á afmæli í dag. Til hamingju með daginn Davíð. Hann lengi lifi húrra, húrra, húrra. pic.twitter.com/sGTmQqqJRe
— Kristinn Sigurðsson (@Kiddisigurds) January 17, 2018
Afmælisveisla Davíð til heiðurs mun fara fram í húsakynnum Morgunblaðsins að Hádegismóum á milli klukkan 16 til 18 í dag þar sem öllum vinum og velunnurum er boðið.