today-is-a-good-day

Dísa í World Class styður Örnu Ýri heilshugar, stúlkum aldrei neitað um mat í Ungfrú Ísland

Hafdís Jónsdóttir, eða Dísa, eigandi World Class og Ungfrú Ísland, styður Örnu Ýri Jónsdóttur heilshugar í ákvörðun hennar að yfirgefa hótelið í Las Vegas í Bandaríkjunum og hætta keppni í Miss Grand International eftir að hafa fengið þau skilaboð að hún þyrfti að grenna sig.

Sjá einnig: Arna Ýr fékk vegabréfið með aðstoð öryggisvarða: Eigendurnir vildu fá 344 þúsund krónur

Dísa og Björn Leifsson, eiginmaður hennar, keyptu keppnina Ungfrú Ísland árið 2014 og hefur hún verið haldin tvisvar eftir það. Arna Ýr hlaut titilinn árið 2015 og tók þátt í Ungfrú heimur í kjölfarið.

Dísa segir að skilaboðin og fyrirmælin sem Arna Ýr fékk frá starfsfólki Miss Grand International vera fáránleg. Þátttakendur í Ungfrú Ísland hafi aldrei verið hvattar til að grenna sig eða sleppa máltíðum áður en haldið er til keppni á sviðinu. Þá hafi þeim ekki verið neitað um mat.

Nei, aldrei. Stelpurnar eru á sínum forsendum. Þær líta út eins og þær vilja líta út á sviðinu. Þetta eru fullorðnar manneskjur.

Hún segir jafnframt að mikið sé lagt upp úr heilsusamlegu mataræði og það að neita þátttakendum um mat samræmist ekki þeirri stefnu.

Dísa segist styðja Örnu Ýri heilshugar í ákvörðun hennar að yfirgefa hótelið og hætta keppni.

„Þetta sendir skilaboð, ekki bara í svona keppni, heldur líka í lífinu. Við konur þurfum ekkert að sitja undir svona ábendinum eða glósum. Við getum látið í okkur heyra,“ segir hún.

Dísa segir skemmtilegt að sjá að konur styðji hver við aðra. „Sem þær gera alltaf í rauninni, þó að við eigum það til að vera að hnýta. Þegar kemur að því erum við duglegar að hvetja hver aðra.“

Miss Grand International er ekki á vegum Ungfrú Ísland heldur fór Arna Ýr í keppnina á vegum umboðsmanns frá Svíþjóð.

Dísa segir að mikið sé lagt upp úr því að efla sjálfstraust þátttakenda í Ungfrú Ísland og fara stúlkurnar meðal annars á námskeið á vegum Dale Carnegie.

„Arna Ýr væri ekki þessi sterka rödd ef hún hefði ekki farið í gegnum prógrammið hjá okkur,“ segir Dísa.

Auglýsing

læk

Instagram