Djarft myndband nemenda í Verzló var samþykkt af starfsmönnum skólans

12:00, skemmtiþáttur Verzlunarskóla Íslands, sendi frá sér myndband við lagið Take You There á dögunum. Myndbandið er umdeilt og hefur vakið talsverða athygli fyrir djörf atriði.

DV fjallaði um myndbandið og hefur eftir Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur, kynafræðikennara Borgarholtsskóla að, að þar birtist stúlkur í valdalausri stöðu.

„Þær eru sýndar kynferðislega og lítið klæddar. Á meðan eru strákarnir gerendur, í valdastöðu. Þeir eru meira klæddir. Þeirra kynþokki felst í styrk og valdi, á meðan kynþokki stelpnanna felst í valdaleysi og klæðaleysi.“

yxue6

Það má reyndar benda á að klæðaleysi einskorðast ekki við kyn í myndbandinu.

yxug7

Í DV sagði Þorkell H. Diego, yfirkennari skólans, nemendurnir hafi farið framhjá stjórnendum og gefið myndbandið út ósamþykkt. „Við lítum ekki á þetta sem myndband á vegum skólans,“ sagði hann.

Vísir leiðréttir það en ritskoðunarhópur starfsmanna Verzlunarskóla Íslands hafði farið yfir myndbandið. Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, sagði að Þorkell hafi einfaldlega ekki vitað það. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi á Vísi.

Myndbandið gerir grín að myndbandi Justins Bieber við lagið What Do You Mean, þar sem svipað kelerí er í gangi.

Ingi segir á Vísi að það hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins.

„Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“

Hér má sjá myndbandið umdeilda.

Auglýsing

læk

Instagram