Dóttir Unnar Brár hefur verið með henni í þinginu nánast frá fæðingu: „Hún var bara svöng“

Auglýsing

„Hún var bara svöng,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, um dóttur sína sem var á brjósti hjá henni í ræðustól á Alþingi í dag. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.

Sjá meira: Unnur með barn á brjósti í ræðustól á Alþingi, ekki kunnugt um að þetta hafi gerst áður

Unnur Brá segir í samtali við Nútímann að stúlkan hafi verið í þinginu nánast frá fæðingu en hún kom í heiminn 1. september síðastliðinn og því um sex vikna gömul.

Þegar kom að atkvæðagreiðslu um útlendingalög þurfti Unnur Brá að bregðast við þar sem hún er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.

Það var annað hvort það eða láta hana vera grátandi hjá Svandísi Svavarsdóttur.

Auglýsing

Samstarfsmenn hennar veltu þessu ekki mikið fyrir sér enda eru þeir farnir að venjast því að hún sinni dóttur sinni á vinnustaðnum, segir Unnur Brá.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram