Dularfull hárteygja fylgir boðsmiðum á París norðursins

Dularfull hárteygja fylgir boðsmiðum á forsýningu kvikmyndarinnar París norðursins næstkomandi miðvikudag. Diljá Ámundadóttir hjá Þetta reddast, sem sér um kynningarmál fyrir París norðursins, fæst ekki til að gefa upp hvað vakir fyrir aðstandendum myndarinnar. „Þetta skýrist að sjálfsögðu í myndinni,“ segir hún.

Björn Thors, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Helgi Björnsson fara með aðalhlutverkin í París norðursins sem verður frumsýnd 5. september.. Myndin segir frá Huga sem hefur fundið skjól frá flækjum lífsins í litlu, kyrrlátu þorpi úti á landi, sækir AA fundi, lærir portúgölsku og kann ágætlega við sig í fásinninu. Þegar hann fær símhringingu frá föður sínum sem boðar komu sína er hið einfalda líf skyndilega í uppnámi.

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstýrir myndinni og handritið er eftir Huldar Breiðfjörð. Fyrsta kvikmynd Hafsteins Gunnars, Á Annan Veg, var endurgerð af Hollywood-leikstjóranum David Gordon Green. Paul Rudd fór með aðalhlutverkið en hann þekkjum við úr myndum og þáttum á borð við The 40 year old virgin, Parks & Recreation og Wanderlust. Svo var hann auðvitað Mike í Friends.

Svo er auðvitað sumarsmellur ársins í myndinni:

Auglýsing

læk

Instagram