Dvaldi á sjúkrahúsi í Bretlandi í tvö ár eftir að hafa verið útskrifaður, borinn út eftir dómskurð

Auglýsing

Karlmaður sem dvaldi á sjúkrahúsi í Norfolk í Bretlandi í meira en tvö ár eftir að hafa verið útskrifaður hefur verið borinn út. Maðurinn var lagður inn á sjúkrahúsið í ágúst árið 2014.

Árangurslausar tilraunir starfsfólkisins til að fá manninn til að fara yfirgefa sjúkrahúsið báru engan árangur og því var ákveðið að óska eftir dómsúrskurði í málinu.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að sjúkrahúsið mætti bera hann út og var það gert 10. janúar.

BBC ræddi við sjúkling sem dvaldi í sömu álmu og maðurinn. Hann sagði að það hefði verið á allra vörum á sjúkrahúsinu að maðurinn hefði dvalið þar í rúmlega tvö ár.

Auglýsing

„Þetta er fáránlegt, að nota sjúkrahús sem hótel,“ sagði sjúklingurinn í samtali við BBC.

Talið er að kostnaðurinn við að hafa manninn á sjúkrahúsinu hlaupi á 292 þúsund pundum, eða sem samsvarar rúmlega 40 milljónum íslenskra króna.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram