Ed Sheeran klæddist íslensku landsliðstreyjunni þegar hann spilaði á góðgerðarsamkomu Elton John

Auglýsing

Ed Sheeran vill ekki klæðast neinu öðru en íslensku landsliðstreyjunni þessa dagana. Hann birti mynd af sér á Instagram síðu sinni á þriðjudag þar sem hann var klæddur treyjunni ásamt vinum sínum og í gær spilaði hann í treyjunni á góðgerðarsamkomu Elton John. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Sjá einnig: Ed Sheeran bætist í aðdáendahóp íslenska landsliðsins

Samkoman var haldin í tilefni þess að alnæmisstofnun Elton John er orðin 25 ára. Þar voru mætt meðal annars Victoria Beckham, Adam Lambert, Nicole Scherzinger og Liz Hurley.

Sjáðu Sheeran taka lagið í íslensku treyjunni

Auglýsing

Það fór vel á með Ed Sheeran og Elton John á samkomunni eins og sjá má á myndunum hér að neðan. Elton John er mikill aðdáandi Ed Sheeran en hann hefur áður sagt að Sheeran minni hann á sjálfan sig árið 1970.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram