Auglýsing

Efnasamsetning kókaíns í forgrunni í saklausri auglýsingu frá Happdrætti DAS

Í auglýsingu frá Happdrætti DAS, sem hangir meðal annars í hjúkrunarheimili á Suðurnesjum, sést Fanney Davíðsdóttir afar einbeitt teikna efnasamsetningu á töflu. Fanney virðist vera efnafræðingur í auglýsingunni en þar kemur einnig fram að hún sé skynsöm og spili því í Happdrætti DAS.

Í auglýsingunni kemur einnig fram að DAS bjóði upp á mestu vinningslíkurnar og sé því skynsamlegasti kosturinn. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan.

En hvað er hún að teikna upp á töflu?

Nútíminn ráðfærði sig við doktor í efnafræði sem staðfesti grun okkar: Fanney er að teikna upp efnasamsetningu kókaíns! Það þarf reyndar engan efnafræðing til að sjá þetta, þó það sé vissulega skemmtilegt að fá staðfestinguna.

Fanney er að skrifa samsetninguna á gler sem við horfum í gegnum. Til að sjá hennar sjónarhorn þurftum við því að spegla myndina. Við gerðum það og fundum efnasamsetningu kókaíns á Wikipedia. Og sjá, þetta er augljóst.

Hún er reyndar búinn að bæta nokkrum táknum við. En hægt er að smella á myndina til að stækka hana til að skoða samanburðinn betur.

????????????

Heimildir Nútímans herma að ærslafullur efnafræðingur hafi útvegað efnasamsetninguna og að fleiri efnafræðingar hafi ekki haft frekari afskipti að gerð auglýsingarinnar — enginn hafi því veitt samsetningunni sérstaka athygli.

Þetta er auðvitað bara fyndið. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að kaupa sér miða hjá DAS. Á vef þeirra kemur fram að á þeim rúmum 55 árum sem happdrættið hefur starfað hefur það greitt um fjóra milljarða í uppbyggingu dvalarheimila á Íslandi. Geri aðrir betur. Auk þess hafa rúmir 15 milljarðar verið greiddir út í vinninga á sama tíma.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing