Eftir örlagaríka baðferð komst Steindi að því að Jóhann Berg er kona: „Ætlum að halda nafninu“

Grínistinn Steindi, Sigrún sambýliskona hans og Ronja dóttir þeirra fengu sér hamstur í byrjun desember sem nefndur var Jóhann Berg, í höfuðið á syni Péturs Jóhanns Sigfússonar. Eftir að Jóhann Berg meig á sig í gær þurfti Steindi að skella honum í bað. Þá kom í ljós að Jóhann Berg er kona. 

Sjá einnig: Steindi nær fram hefndum og nefnir hamstur fjölskyldunnar í höfuðið á syni Pétri Jóhanns

Auglýsing

Steindi sagði frá uppákomunni á Instagram-síðu sinni og segir í samtali við Nútímann að þetta hafi komið skemmtilega á óvart. „Okkur var tilkynnt að þetta væri karlmaður þegar við keyptum hann og ég var svosem ekkert að kanna það nánar eftir að hún kom. Síðan kom þetta í ljós þegar við böðuðum hana í gær,“ segir Steindi.

Nú eru þrjár stúlkur á heimilinu sem er bara frábært!

Hann segir að þrátt fyrir þessa uppgötvun fái hún að halda nafninu. „Þetta kom skemmtilega á óvart og við ætlum að halda nafninu, það er á hreinu. Hún verður bara fyrsti kvennkyns Jóhann Berg á landinu,“ segir Steindi. 

Sjáðu Instagram-færslu Steinda hér að neðan

 

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing