„Ég á minn líkama“ — Reykjavíkurdætur senda frá sér Druslugöngulag

Rapphljómsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér lagið D.R.U.S.L.A í tilefni af Druslugöngunni, sem fer fram í miðbæ Reykjavíkur á laugardag.

Halldór Eldjárn og Högni Egilsson komu einnig að því að semja lagið en Reykjavíkurdæturnar Salka Valdsóttir, Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, Steiney Skúladóttir og Þuríður Blær Jóhannsdóttir rappa og Ásdís María Viðarsdóttir syngur.

Tilgangur Druslugöngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa frá þolendum yfir á gerendur og undirstrika að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda sé ekki afsökun fyrir kynferðisglæpi.

Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og endar með hópfundi og tónleikum á Austurvelli.

Auglýsing

læk

Instagram