Egill hjólar í virtan næringarfræðing „Ef ég ætlaði að drepa einhvern myndi ég setja hann á þetta mataræði“

Egill Einarsson, útvarpsmaður og einkaþjálfari birti í gær myndir úr fyrirlestri sem einn virtasti næringarfræðingur landsins hélt fyrir unga knattspyrnumenn. Á myndunum sem Egill birti á Twitter og fengið hafa töluverða athygli tekur næringarfræðingurinn dæmi um góðan dag. Egill segir það geta verið beinlínis hættulegt fyrir fólk að borða eftir planinu sem maðurinn mælir með.

Eins og sjá má á myndunum mælir næringarfræðingurinn meðal annars með Honey Nut Cheerios í morgunmat, köku rétt fyrir svefn og fimm glösum að eplasafa yfir daginn. Egill segist hafa verið orðlaus þegar hann sá myndirnar.

„Þetta er ótrúlegt og eiginlega bara fyndið. Ég er ekki næringarfræðingur en hef unnið við að koma fólki í form í 15 ár. Það er augljóst að þetta er ekki gott fyrir almenna heilsu og beinlínis hættulegt að mæla með þessu,“ segir Egill í samtali við Nútímann.

Ef ég ætlaði að drepa einhvern myndi ég setja hann á þetta mataræði

Egill vill ekki nefna næringarfræðinginn á nafn en segir að margir innan stéttarinnar séu á villigötum. „Þetta snýst ekkert bara um þennan tiltekna mann, það eru svo margir næringarfræðingar sem eru að predika svipaða hluti og ljóst að þeir þurfa að girða sig,“ segir Egill sem tekur það þó fram að til sé næringarfræðingar hér á landi sem eru að gera góða hluti.

Auglýsing

læk

Instagram